Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 13. maí 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Leikmaður Fylkis gleymdi að fara í búninginn
Nikulás Val Gunnarsson.
Nikulás Val Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það átti sér stað skondið atvik þegar Nikulás Val Gunnarsson var að fara að koma inn á sem varamaður í leik Fylkis og KR í Pepsi Max-deildinni í gærkvöld.

Miðjumaðurinn ungi, sem stóð sig frábærlega á síðasta tímabili, kom inn á sem varamaður fyrir Unnar Stein Ingvarsson á 86. mínútu leiksins.

Þegar þjálfarar Fylkis höfðu látið Nikulás vita að hann væri að koma inn á, þá ætlaði hann að gera sig klárann í að koma inn á. Hann fór úr upphitunarpeysu sinni en áttaði sig svo á því að hann hafði gleymt að klæða sig í keppnistreyjuna.

Hann var snöggur að hlaupa inn í klefa og kippa þessu í liðinn en skondið myndband af þessu má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner