Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Kári Sigfússon: Get hent í einhver tiktok og fengið Eyþór Wöhler með mér
Árni Guðna: Veit ekki hverju ég get lofað þeim núna
Haraldur Freyr: Refsuðum og vorum skilvirkir
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
banner
   fim 13. maí 2021 21:47
Anton Freyr Jónsson
Kópavogsvelli
Óskar Hrafn: Hamra á því að gera hlutina sem við töluðum um
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik og Keflavík áttust við í þriðju umferð Pepsí Max-deildar karla. Staðan var 1-0 fyrir Blikum í hálfleik en síðan settu Breiðablik upp sýningu í þeim síðari.

„Ég er bara sáttur, sáttur við þrjú stig, sáttur við að halda hreinu og sáttur við spilamennskuna á stórum hluta," voru fyrstu viðbrögð Óskars Hrafns Þorvaldssonar þjálfara Breiðablik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Keflavík

„Mér fannst við sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, vissulega áttu Keflvíkingar sín tækifæri til að gera okkur grikk en mér fannst við stjórna leiknum að stærstum hluta."

„Mér fannst það svolítið bera þess merki að kannski ákvarðanatakan og síðasta sendingin var pínu ábótavant í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik fannst mér í raun og veru bara eitt lið á vellinum."

Staðan var 1-0 í hálfleik og Breiðablik komu miklu sterkari inn í seinni hálfleikinn og settu þrjú mörk og var Óskar spurður hvort hann hafi gert einhverjar áherslubreytingar.

„Nei það voru engar áherslubreytingar það var bara að reyna að hamra á því að gera hlutina sem töluðum um fyrir leik að Keflvíkingarnir gefa færi á sér í ákveðnum svæðum og það voru svæðin sem við ætluðum fara í og svo er það í raun hvað við gerum við boltan þegar við komumst í þessi svæði."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner