Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   fim 13. maí 2021 21:47
Anton Freyr Jónsson
Kópavogsvelli
Óskar Hrafn: Hamra á því að gera hlutina sem við töluðum um
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik og Keflavík áttust við í þriðju umferð Pepsí Max-deildar karla. Staðan var 1-0 fyrir Blikum í hálfleik en síðan settu Breiðablik upp sýningu í þeim síðari.

„Ég er bara sáttur, sáttur við þrjú stig, sáttur við að halda hreinu og sáttur við spilamennskuna á stórum hluta," voru fyrstu viðbrögð Óskars Hrafns Þorvaldssonar þjálfara Breiðablik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Keflavík

„Mér fannst við sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, vissulega áttu Keflvíkingar sín tækifæri til að gera okkur grikk en mér fannst við stjórna leiknum að stærstum hluta."

„Mér fannst það svolítið bera þess merki að kannski ákvarðanatakan og síðasta sendingin var pínu ábótavant í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik fannst mér í raun og veru bara eitt lið á vellinum."

Staðan var 1-0 í hálfleik og Breiðablik komu miklu sterkari inn í seinni hálfleikinn og settu þrjú mörk og var Óskar spurður hvort hann hafi gert einhverjar áherslubreytingar.

„Nei það voru engar áherslubreytingar það var bara að reyna að hamra á því að gera hlutina sem töluðum um fyrir leik að Keflvíkingarnir gefa færi á sér í ákveðnum svæðum og það voru svæðin sem við ætluðum fara í og svo er það í raun hvað við gerum við boltan þegar við komumst í þessi svæði."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner