Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
banner
   fim 13. maí 2021 21:47
Anton Freyr Jónsson
Kópavogsvelli
Óskar Hrafn: Hamra á því að gera hlutina sem við töluðum um
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik og Keflavík áttust við í þriðju umferð Pepsí Max-deildar karla. Staðan var 1-0 fyrir Blikum í hálfleik en síðan settu Breiðablik upp sýningu í þeim síðari.

„Ég er bara sáttur, sáttur við þrjú stig, sáttur við að halda hreinu og sáttur við spilamennskuna á stórum hluta," voru fyrstu viðbrögð Óskars Hrafns Þorvaldssonar þjálfara Breiðablik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Keflavík

„Mér fannst við sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, vissulega áttu Keflvíkingar sín tækifæri til að gera okkur grikk en mér fannst við stjórna leiknum að stærstum hluta."

„Mér fannst það svolítið bera þess merki að kannski ákvarðanatakan og síðasta sendingin var pínu ábótavant í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik fannst mér í raun og veru bara eitt lið á vellinum."

Staðan var 1-0 í hálfleik og Breiðablik komu miklu sterkari inn í seinni hálfleikinn og settu þrjú mörk og var Óskar spurður hvort hann hafi gert einhverjar áherslubreytingar.

„Nei það voru engar áherslubreytingar það var bara að reyna að hamra á því að gera hlutina sem töluðum um fyrir leik að Keflvíkingarnir gefa færi á sér í ákveðnum svæðum og það voru svæðin sem við ætluðum fara í og svo er það í raun hvað við gerum við boltan þegar við komumst í þessi svæði."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir