Atletico vill fá Romero - United býður í Branthwaite ef Maguire fer - Real hefur áhuga á Saliba
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
   fim 13. maí 2021 21:47
Anton Freyr Jónsson
Kópavogsvelli
Óskar Hrafn: Hamra á því að gera hlutina sem við töluðum um
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik og Keflavík áttust við í þriðju umferð Pepsí Max-deildar karla. Staðan var 1-0 fyrir Blikum í hálfleik en síðan settu Breiðablik upp sýningu í þeim síðari.

„Ég er bara sáttur, sáttur við þrjú stig, sáttur við að halda hreinu og sáttur við spilamennskuna á stórum hluta," voru fyrstu viðbrögð Óskars Hrafns Þorvaldssonar þjálfara Breiðablik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Keflavík

„Mér fannst við sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, vissulega áttu Keflvíkingar sín tækifæri til að gera okkur grikk en mér fannst við stjórna leiknum að stærstum hluta."

„Mér fannst það svolítið bera þess merki að kannski ákvarðanatakan og síðasta sendingin var pínu ábótavant í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik fannst mér í raun og veru bara eitt lið á vellinum."

Staðan var 1-0 í hálfleik og Breiðablik komu miklu sterkari inn í seinni hálfleikinn og settu þrjú mörk og var Óskar spurður hvort hann hafi gert einhverjar áherslubreytingar.

„Nei það voru engar áherslubreytingar það var bara að reyna að hamra á því að gera hlutina sem töluðum um fyrir leik að Keflvíkingarnir gefa færi á sér í ákveðnum svæðum og það voru svæðin sem við ætluðum fara í og svo er það í raun hvað við gerum við boltan þegar við komumst í þessi svæði."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner