Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 13. maí 2022 22:34
Hafliði Breiðfjörð
Kalli: Pappírsvinna föst í ráðuneyti í of langan tíma
Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari KR í vesturbænum í kvöld.
Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari KR í vesturbænum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Úr stúkunni í kvöld.
Úr stúkunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Við vissum að það er yfirleitt ekki auðvelt að mæta Blikum en engu að síður sá ég margt jákvætt í okkar leik í dag. Það var skref upp á við í mörgum þáttum svo við ætlum ekki að gráta þennan leik lengi. Við tökum úr honum það sem við getum og höldum áfram," sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari KR eftir 0-4 tap gegn Breiðabliki í Bestu-deild kvenna í kvöld.


Lestu um leikinn: KR 0 -  4 Breiðablik

„Þetta var vaxandi, við vorum að taka inn svolítið af nýjum leikmönnum. Afþví þær voru ekki með leikheimild í byrjun móts hafa þær ekki spilað síðan í æfingaleikjum fyrir mót. Það var langt síðan þær spiluðu og tók þær smá tíma að komast inn í þetta. Heilt yfir sköpuðum við fleiri færi í dag en við höfum gert í síðustu tveimur leikjum samtals. Það er jákvætt."

Þarna var Kalli að tala um áströlsku leikmennina Rasamee Phonsongkham og Marcella Marie Barberic sem komu til KR í byrjun apríl en fengu loksins leikheimild með liðinu í vikunni og máttu því spila með liðinu í kvöld. En hvert var vandamálið, afhverju gekk þetta ekki fyrr?

„Ég sinni ósköp lítilli pappírsvinnu á skrifstofu KR svo það er erfitt að spyrja mig en mér skilst að það hafi snúist um atvinnuleyfi og einhverja pappírsvinnu sem var föst í einhverju ráðuneyti í of langan tíma," sagði hann en var ekki pirrandi að þurfa að bíða allan þennan tíma eftir stjórnsýslunni?

„Að sjálfsögðu er það mjög pirrandi og erfitt því við erum með þessa leikmenn á öllum æfingum hjá okkur og þær spila tvo síðustu leikina fyrir Íslandsmótið. Svo átti ég von á þeim fyrir hvern einasta leik svo undirbúningur fyrir leiki tók svolítið mið af því. Það er verulega erfið staða en það er búið að leysa það og við verðum að horfa fram á veginn í þeim málum."

KR fékk sænska markvörðinn Cornelia Baldi Sundelius til liðs við sig í gær en hún er fædd árið 1999 og var varamarkvörður Norrköping í næst efstu deild í Svíþjóð í fyrra. En afhverju var KR að sækja hana?

„Það vill þannig til að hún er kærasta Pondus Lindgren sem Rúnar (Kristinsson þjálfari karlaliðsins) sótti. Hann sótti kannski 2 fyrir 1. Það er bara frábært. Hún er nýlega komin og eykur breiddina hjá okkur og er góður kostur að koma inn með Björk (Björnsdóttur) í þetta. Hún býður upp á góða kosti ef eitthvað kemur upp á í þeirri stöðu. Hún er ungur markmaður með litla reynslu og við eigum eftir að sjá hvað hún gerir. Hún hefur náð 2-3 æfingum hjá okkur svo við sjáum hvernig það þróast."

Staðan á hópnum hjá KR er mjög góð en í dag vantaði Ísabellu Söru Tryggvadóttir sem er í Portúgal með U16 landsliðinu og Hildi Lilju Ágústsdóttur sem er á láni frá Breiðabliki og mátti því ekki spila í dag.

„Hópurinn er 100% heill, Hildur Lilja mátti ekki spila í dag því hún er á láni frá Blikum og Bella er úti með 16 ára landsliðinu. Svo erum við að bíða eftir að fá þrjá leikmenn heim úr námi frá Bandaríkjunum og þá er breiddin orðin fín."

Stundum hefur verið kvartað yfir vali KSÍ á dómara á kvennaleiki en í þetta sinn var farið í efstu skúffu og Egill Arnar Sigurþórsson einn besti dómari landsins dæmdi leikinn.

„Ég var mjög ánægður, hann dæmdi þetta vel og þegar ég var eitthvað að kvarta yfir honum þá útskýrði hann það bara. Það var frábært að fá hann í dag. Fyrst KSÍ sendi þennan í dag þá hljótum við að mega búast við þessu á öllum leikjum í sumar. Það er ekki hægt að taka til baka það sem er vel gert."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner