Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. júní 2019 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lampard á móti Solskjær í fyrsta leik?
Næsti stjóri Chelsea?
Næsti stjóri Chelsea?
Mynd: Getty Images
Sarri er að taka við Juventus.
Sarri er að taka við Juventus.
Mynd: Getty Images
Juventus hefur náð samkomulagi við Chelsea um Maurizio Sarri. Þetta segir Sky Sports á Ítalíu.

Búist er við því að Sarri skrifi undir þriggja ára samning við Ítalíumeistara Juventus á morgun. Hann mun taka við af Massimiliano Allegri sem er á frí frá fótbolta.

BBC segir að Juventus muni greiða Chelsea um 5 milljónir punda til þess að geta ráðið Sarri.

Sarri var að klára sitt fyrsta og eina tímabil hjá Chelsea. Á tímabilinu vann Chelsea Evrópudeildina, lenti í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar komst í úrslitaleik enska deildabikarsins þar sem liðið tapaði gegn Manchester City í vítspyrnukeppni.

Þrátt fyrir góðan árangur virðist hann vera á leið til Ítalíu. Hann fann ekki fyrir trausti hjá stjórn Chelsea eða stuðningsmönnum félagsins. Þá saknar hann ítalska boltans. Hann var stjóri Napoli áður en hann tók við Chelsea.

Lampard gegn Solskjær
Talið er líklegast að Frank Lampard, fyrrum leikmaður Chelsea og goðsögn hjá félaginu, taki við af Sarri.

Lampard var að klára sitt fyrsta tímabil sem stjóri Derby í Championship-deildinni. Hann kom Derby í úrslitaleik umspilsins og var hann hársbreidd frá því að koma liðinu upp í ensku úrvalsdeildina.

Það er spurning hvort Frank Lampard og Ole Gunnar Solskjær mætist í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á næsta tímabili. Solskjær er stjóri Manchester United, en Chelsea og United mætast í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar eftir sumarið.

Lampard er fyrrum leikmaður Chelsea og Solskjær er fyrrum leikmaður United.

Eins og staðan er núna þá þarf sá sem tekur við Chelsea að vinna með þá leikmenn sem eru nú þegar til staðar hjá félaginu. Chelsea má ekki kaupa leikmenn næstu tvo glugga eftir að hafa verið dæmt fyrir brot á reglum um samninga við leikmenn undir átján ára aldri.

Chelsea áfrýjaði banninu í síðustu viku og spurning er hvað kemur út úr því.



Athugasemdir
banner
banner
banner