Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 13. júní 2021 23:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Viðar með sex af 14 mörkum Kríu gegn Afríku
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Það fóru þrír leikir fram í 4. deild karla þennan sunnudaginn.

Í A-riðlinum heldur Kría áfram að fara á kostum. Þeir fóru illa með lið Afríku í dag, 1-14. Viðar Þór Sigurðsson átti stórleik og skoraði sex mörk fyrir Kríu.

Kría er með fullt hús stiga eftir fimm leiki og er á toppnum í A-riðliinum. Útlitið er gott fyrir Kríumenn. Afríka er á botni riðilsins án stiga.

Þá skellti Ýmir sér upp fyrir Hörð í C-riðlinum með endurkomusigri. Hörður tók forystuna en heimamenn voru komnir í 3-1 fyrir leikhlé. Lokatölur voru 5-1 og er Ýmir núna með tíu stig, eins og Ýmir, í öðru sæti. KÁ er á toppnum með 11 stig. Björninn er í fjórða sæti með níu stig eftir sigur á Álafossi, sem er í sjötta sæti með sex stig.

Afríka 1 - 14 Kría
0-1 Viðar Þór Sigurðsson ('2)
0-2 Viðar Þór Sigurðsson ('12)
0-3 Viðar Þór Sigurðsson ('20)
0-4 Jóhann Páll Ástvaldsson ('28)
0-5 Amarildo Siveja ('29, sjálfsmark)
0-6 Jóhannes Hilmarsson ('31)
0-7 Viðar Þór Sigurðsson ('36)
0-8 Viðar Þór Sigurðsson ('39)
0-9 Viðar Þór Sigurðsson ('40)
0-10 Marteinn Pétur Urbancic ('43)
0-11 Páll Bjarni Bogason ('54)
0-12 Björn Valdimarsson ('58)
0-13 Marteinn Pétur Urbancic ('60)
1-13 Cedrick Mukya ('61)
1-14 Björn Valdimarsson ('79)

Ýmir 5 - 1 Hörður Í.
0-1 Guðmundur Páll Einarsson ('15)
1-1 Fannar Gauti Gissurarson ('35)
2-1 Fannar Gauti Gissurarson ('37)
3-1 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('45)
4-1 Valdimar Ármann Sigurðsson ('47)
5-1 Fannar Gauti Gissurarson ('56)
Rautt spjald: Valdimar Ármann Sigurðsson, Ýmir ('79)

Björninn 4 - 2 Álafoss
0-1 Milos Jugovic ('5)
1-1 Magnús Stefánsson ('10)
2-1 Magnús Stefánsson ('20)
3-1 Gunnar Ingi Gunnarsson ('23)
3-2 Karabo Mgiba ('95)
4-2 Magnús Stefánsson ('105)


Athugasemdir
banner
banner
banner