Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 13. júní 2021 11:16
Elvar Geir Magnússon
Hópsmit hjá Venesúela fyrir leikinn gegn Brasilíu
Varaleikmenn kallaðir til
Tite, þjálfari Brasilíu, á æfingu í gær. Brassarnir mæta varaliði Venesúela í kvöld.
Tite, þjálfari Brasilíu, á æfingu í gær. Brassarnir mæta varaliði Venesúela í kvöld.
Mynd: EPA
Það ríkir neyðarástand fyrir opnunarleik Copa America, viðureign heimamanna í Brasilíu sem mæta Venesúela í kvöld klukkan 21 að íslenskum tíma.

Alls tólf í leikmanna- og starfshóp Venesúela hafa greinst með Covid-19 og eru komnir í einangrun.

Þrátt fyrir það á að spila leikinn en Venesúela hefur þurft að kalla inn varaleikmenn í hópinn sem verða mættir rétt fyrir leik. Um er að ræða leikmenn sem spila í deildinni í Venesúela.

Heimsfaraldurinn hefur haft mikil áhrif á Copa America en mótið átti upphaflega að vera í Argentínu og Kólumbíu en var á síðustu stundu fært til Brasilíu.

Tíu lið taka þátt í mótinu en það á að standa yfir til 10. júlí.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner