sun 13. júní 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ungur leikmaður Fjölnis orðaður við stórt félag á Spáni
Hilmir Rafn togaður niður.
Hilmir Rafn togaður niður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmir Rafn Mikaelsson, efnilegur leikmaður Fjölnis, gæti verið á leið til spænska stórliðsins Valencia.

Hilmir er fæddur árið 2004 en hann hefur spilað stórt hlutverk í upphafi tímabilsins í Lengjudeildinni. Hann hefur komið við sögu í fimm af sex leikjum Fjölnis og skorað tvö mörk.

Það kom fram í hlaðvarpsþættinum Dr Football að Valencia væri með augastað á leikmanninum.

„Hann er örugglega fyrsti leikmaðurinn frá Hvammstanga sem getur eitthvað. Valencia hefur áhuga á honum," sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson í Dr Football.

Valencia hafnaði í 13. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð en það voru mikil vonbrigði.

Hægt er að hlusta á allan þáttinn hér að neðan er þarna er efnilegur leikmaður á ferðinni.


Athugasemdir
banner