Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   fim 13. júní 2024 07:55
Ívan Guðjón Baldursson
Aston Villa og Coutinho ná samkomulagi um starfslok
Mynd: Getty Images
Fréttamennirnir Bruno Andrade og Fabrizio Romano eru sammála um að brasilíski sóknartengiliðurinn Philippe Coutinho sé búinn að semja við Aston Villa um starfslok.

Coutinho verður því laus allra mála þrátt fyrir að eiga tvö ár eftir af samningi sínum við Villa.

Coutinho er 32 ára og hefur ekki fundið taktinn eftir góða byrjun hjá Aston Villa fyrir nokkrum árum síðan. Hann er ekki í byrjunarliðsáformum Unai Emery og var lánaður út til Al-Duhail í Katar á nýliðinni leiktíð.

Coutinho á glæsilegan feril að baki þar sem hann lék fyrir Inter, Liverpool, Barcelona og FC Bayern áður en hann gekk til liðs við Aston Villa - auk þess að eiga 21 mark í 68 landsleikjum fyrir Brasilíu.

Talið er að Coutinho muni ganga til liðs við uppeldisfélagið sitt Vasco da Gama á frjálsri sölu, en hann lék fyrir félagið frá 2008 til 2010 eftir að Inter keypti hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner