banner
   lau 13. júlí 2019 17:48
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Vestri tapaði óvænt á Sauðárkróki
Þróttarar unnu góðan sigur á Völsungi
Þróttarar unnu góðan sigur á Völsungi
Mynd: Aðsend
Botnliðs Tindastóls í 2. deild karla vann afar óvæntan 2-1 sigur á Vestra er liðin mættust á Sauðárkróksvelli í dag. Gestirnir fengu að líta rautt spjald eftir 65 mínútur.

Stólunum hefur gengið afar illa og var fyrir leikinn í dag án sigurs í 2. deildinni. Vestri var þá í dauðafæri að komast sér í 2. sæti deildarinnar en varð þó ekki raunin í dag.

Aaron Spear kom Vestra yfir á 15. mínútu leiksins en heimamenn voru fljótir að svara með marki frá Arnari Ólafsson átta mínútum síðar.

Alvaro Cejudo Igualada kom Stólunum yfir á 50. mínútu áður en Hammed Obafemi Lawal fékk að líta sitt annað gula spjald í liði Vestra og þar með rautt. Vestramenn stigalausir heim og Tindastóll fagnar fyrsta sigri og er nú með 5 stig á botninum á meðan Vestri er með 18 stig í þriðja sæti.

Þróttur V. vann þá Völsung 2-0. Sigvaldi Þór Einarsson skoraði í eigið net á 8. mínútu áður en Alexander Helgason gulltryggði sigurinn fimmtán mínútum fyrir leikslok. Eitt stig á milli þeirra en Þróttur er í 7. sæti með 16 stig á meðan Völsungur er í 5. sæti með 17 stig.

Dalvík/Reynir vann þá Víði 1-0. Þröstur Mikael Jónsson gerði sigurmarkið í upphafi síðari hálfleiks. DalvíK/Reynir er í 9. sæti með 16 stig en Víðir í 7. sæti með 16 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Þróttur V. 2 - 0 Völsungur
1-0 Sigvaldi Þór Einarsson ('8, sjálfsmark )
2-0 Alexander Helgason ('76 )

Tindastóll 2 - 1 Vestri
0-1 Aaron Spear ('15 )
1-1 Arnar Ólafsson ('23 )
2-1 Alvaro Cejudo Igualada ('50 )

Dalvík/Reynir 1 - 0 Víðir
1-0 Þröstur Mikael Jónasson ('49 )
Athugasemdir
banner
banner
banner