Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
banner
   mán 13. júlí 2020 22:20
Kristófer Jónsson
Alex Þór: Taflan frekar óljós
Alex Þór var ánægður að komast aftur á völlinn.
Alex Þór var ánægður að komast aftur á völlinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Þór Hauksson, fyrirliði Stjörnunnar, var nokkuð sáttur eftir 0-0 jafntefli gegn Val í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

„Ég er ánægður með vinnuna sem að liðið lagði í þennan leik. Við náum að halda spræku Vals-liði í núll mörkum sem að við erum ánægðir með. Auðvitað hefðum við viljað skora en fyrst og fremst var þetta skemmtilegur leikur." sagði Alex eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Stjarnan

Þetta var fyrsti leikur Stjörnunnar síðan 24. júní en liðið þurfti að fara í sóttkví eftir að Covid-19 smit greindist innan leikmannahópsins.

„Það var komin mikil tilhlökkun í okkur að keyra mótið aftur í gang. Við erum búnir að standa okkur ótrúlega vel hingað til og við höldum bara ótrauðir áfram."

Stjarnan er með sjö stig eftir þrjá leiki og eiga þeir þrjá leiki til góða á flest lið deildarinnar eftir sóttkvíið.

„Taflan er frekar óljós og við erum sáttir við okkar framlag hingað til. Við erum búnir að vinna tvo leiki og gerum nú jafntefli við flott lið Vals þannig að ég held að við höfum ekki yfir miklu að kvarta." sagði Alex Þór að lokum.

Nánar er rætt við Alex Þór í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner