Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   mán 13. júlí 2020 21:25
Ester Ósk Árnadóttir
Almarr: Þýðir ekki að gera þetta með hangandi hendi
Mynd: Hulda Margrét
„ Nei alls ekki. Við ætlum alltaf að vinna heimaleiki, ég er ekki að segja að við höfum átt meira skilið út úr leiknum en ég er alls ekki sáttur," sagði Almarr Ormarsson, fyrirliði KA, spurður út í hvort hann væri sáttur við jafnteflið við Fjölni á heimavelli í dag.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 Fjölnir

„ Mér fannst spilamennskan mjög döpur og eins og ég segi ég er ekki viss um að við höfum átt mikið meira skilið út úr þessu en við þurfum að gera miklu betur en þetta það er klárt."

Það var mikið af háum boltum á báða bóga í leiknum í dag.

„ Það segir ýmislegt að það líti þannig út því það er alls ekki uppleggið. Við æfum okkur að spila boltanum. Við viljum halda boltanum og við getum það alveg en við verðum alltof tense á boltann. Það endar í löngum boltum og þessir boltar eru ekki að hjálpa okkur mjög mikið. Það er undir okkur leikmönnum komið að breyta því að. Koma því inn á völlinn sem við erum að leggja upp með því þetta var ekki það."

KA er með þrjú stig úr fimm leikjum og eru í 11 sæti.

„ Þrjú stig úr þessum fimm leikjum er of lélegt. Ég sagði eftir síðasta leik tvö stig væri alltof lélegt og þrjú stig er ekki mikið betra eftir fimm leiki. Við þurfum að fara að rífa okkur upp ef við ætlum að gera eitthvað í þessari deild."

Grótta kemur í heimsókn á Greifavöllinn á laugardaginn.

„ Við viljum ná í þrjú stig á móti öllum liðum hér á heima. Grótta er búið að sýna það að þeir eru sprækir. Við þurfum bara að gjöra svo vel og mæta í þann leik, þýðir ekki að gera þetta með hangandi hendi."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner