Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   mán 13. júlí 2020 21:25
Ester Ósk Árnadóttir
Almarr: Þýðir ekki að gera þetta með hangandi hendi
Mynd: Hulda Margrét
„ Nei alls ekki. Við ætlum alltaf að vinna heimaleiki, ég er ekki að segja að við höfum átt meira skilið út úr leiknum en ég er alls ekki sáttur," sagði Almarr Ormarsson, fyrirliði KA, spurður út í hvort hann væri sáttur við jafnteflið við Fjölni á heimavelli í dag.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 Fjölnir

„ Mér fannst spilamennskan mjög döpur og eins og ég segi ég er ekki viss um að við höfum átt mikið meira skilið út úr þessu en við þurfum að gera miklu betur en þetta það er klárt."

Það var mikið af háum boltum á báða bóga í leiknum í dag.

„ Það segir ýmislegt að það líti þannig út því það er alls ekki uppleggið. Við æfum okkur að spila boltanum. Við viljum halda boltanum og við getum það alveg en við verðum alltof tense á boltann. Það endar í löngum boltum og þessir boltar eru ekki að hjálpa okkur mjög mikið. Það er undir okkur leikmönnum komið að breyta því að. Koma því inn á völlinn sem við erum að leggja upp með því þetta var ekki það."

KA er með þrjú stig úr fimm leikjum og eru í 11 sæti.

„ Þrjú stig úr þessum fimm leikjum er of lélegt. Ég sagði eftir síðasta leik tvö stig væri alltof lélegt og þrjú stig er ekki mikið betra eftir fimm leiki. Við þurfum að fara að rífa okkur upp ef við ætlum að gera eitthvað í þessari deild."

Grótta kemur í heimsókn á Greifavöllinn á laugardaginn.

„ Við viljum ná í þrjú stig á móti öllum liðum hér á heima. Grótta er búið að sýna það að þeir eru sprækir. Við þurfum bara að gjöra svo vel og mæta í þann leik, þýðir ekki að gera þetta með hangandi hendi."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner