„Nokkuð gott, Við vorum sprækir og bregðumst vel við því að lenda undir en smá svekktur að nýta ekki góðar stöður sem við komumst í." Segir Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK eftir 1-1 jafntefli við KR.
Lestu um leikinn: HK 1 - 1 KR
HK fengu góð færi til að skora í gegnum allan leikinn en náðu aðeins að skora eitt mark í dag. HK svarar þó vel og nær í stigin.
„Það var pirrandi að nýta ekki færin. Við sköpum og fáum færi og við hefðum alveg klárlega átt að nýta þau í kvöld. Auðvitað gott að ná að jafna. Við vorum þó í sóknarhug og vildum bæta við en heilt yfir voru þetta ekki ósanngjörn úrslit.
Leikurinn var sá fyrsti í smá tíma hjá HK enda hefur mótið riðlast til sökum EM U19 ára liða.
„Þetta var ekkert sérstakt. Við vorum nýkomnir úr landsleikjahléi og förum svo aftur í langt frí. Það sést sérstaklega á okkur fyrsta korterið en svo eftir það var þetta fínt.
Næsti leikur HK er gegn Fylki í Árbænum á þriðjudaginn.
„Ég væri alveg til í að fá færri færi og nýta þau þá betur. Frammistaðan var góð og spiluðum vel á löngum köflum og við þurfum að taka það með okkur inn í næsta leik."
Athugasemdir
























