Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 13. ágúst 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Eiður Smári: Allar mínar efasemdir eru farnar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, segist spenntur fyrir því að hefja leik að nýju á morgun en liðið mætir þá KR í tíundu umferð Pepsi Max-deildarinnar.

„Maður var nýbyrjaður í starfi og manni fannst aðeins kippt undan manni fótinum. Þetta er heimurinn esm við lifum í dag. Við erum sáttir við hvernig við nýttum þessa daga og erum fullir tilhökkunar að byrja að spila," sagði Eiður í viðtali við Guðmund Hilmarsson á Facebook síðu FH í dag.

FH heimsækir KR á morgun og fær síðan Stjörnuna í heimsókn í öðrum stórleik á mánudaginn.

„Það skemmtilegasta í boltanum er að spila leiki og við sjáum hvar við stöndum núna gegn einu af sterkustu liðunum. Það er áskorun fyrir okkur sem þjálfarateymi og sem lið,"

„Hverjir erum við og hvar ætlum við að vera sem lið? Þú kemst ekki á toppinn nema með því að taka á móti sterkustu liðunum. Þetta er spennandi og skemmtilegt. Stærstu leikirnir eru leikirnir sem við viljum spila."

Eggert Gunnþór Jónsson og Ólafur Karl Finsen gætu báðir spilað sinn fyrsta leik fyrir FH á morgun en þeir hafa bæst í hópinn að undanförnu.

„Eggert hefur komið frábærlega inn í þetta og við höfum varla tekið eftir honum. Það er gott í því samhengi að okkur líður eins og hann hafi verið hérna alltaf. hann hefur komið inn í klefann, aðlagast fljótt og æft af krafti. Við vitum hvað við fáum frá Eggerti á næstu árum."

„Óli er sérstök týpa en við vitum hvað hann kann í fótbolta og ef það verða fyrirsagnirnar, hvað hann kann í fótbolta, þá höfum við unnið okkar starf."


Eiður Smári tók við FH ásamt Loga Ólafssyni í júlí og hann kann vel við sig í nýju hlutverki. „Mér finnst þetta vera algjörlega geggjað. Allar mínar efasemdir, hvort ég væri tilbúinn í þetta dags daglega, þær eru allar farnar. Þetta verður skemmtilegra með hverjum deginum og það er gaman að horfa til næsta leiks og næstu æfingar."

Eiður samdi við FH út tímabilið. Hefur hann áhuga á að starfa lengur hjá félaginu? „Það er leikur á morgun," sagði Eiður stuttorður við þeirri spurningu.



NÆSTU LEIKIR Í PEPSI MAX-DEILD KARLA:

föstudagur 14. ágúst
18:00 KR-FH (Meistaravellir)
19:15 Stjarnan-Grótta (Samsungvöllurinn)

laugardagur 15. ágúst
16:00 ÍA-Fylkir (Norðurálsvöllurinn)
16:00 Valur-KA (Origo völlurinn)

sunnudagur 16. ágúst
17:00 HK-Fjölnir (Kórinn)
19:15 Víkingur R.-Breiðablik (Víkingsvöllur)

mánudagur 17. ágúst
18:00 FH-Stjarnan (Kaplakrikavöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner