Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 13. ágúst 2020 17:11
Aksentije Milisic
Martin Rauschenberg í HK (Staðfest)
Martin Rauschenberg er kominn í HK.
Martin Rauschenberg er kominn í HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK hefur fengið að láni frá Stjörnunni miðvörðinn Martin Rauschenberg. Martin spilar með HK út leiktímabilið 2020.

Martin sem er 28 ára gamall varð Íslandsmeistari með Stjörnunni 2014 og hefur einnig leikið í Danmörku og Svíþjóð.

Rauschenberg hefur ekkert spilað í Pepsi Max deildinni á þessu tímabili en Rúnar Páll Sigmundsson, annar af þjálfurum Stjörnunnar, sagði í viðtali fyrr á þessu tímabili að leikmaðurinn væri ekki á förum.

Rauschenberg varð Íslandsmeistari með Stjörnunni árið 2014 en gekk svo til liðs við Gefle í Svíþjóð. Þaðan fór hann Brommapojkarna árið 2018 áður en Stjarnan fékk hann aftur til liðsins í fyrra.

Þetta er annað tímabilið í röð sem HK fær varnarmann lánaðan frá Stjörnunni en Björn Berg Bryde spilaði lykilhlutverk hjá Kópavogsliðinu í fyrra.

HK er í 9. sæti deildarinnar, þremur stigum frá fallsæti. Liðið mætir Fjölni á heimavelli í Pepsi Max deildinni á sunnudaginn kemur.

HK-ingar vonast til þess að koma Rauschenberg muni styrkja varnarleikinn en liðið hefur fengið á sig 22 mörk í 9 leikjum í deildinni.

NÆSTU LEIKIR Í PEPSI MAX-DEILD KARLA:

föstudagur 14. ágúst
18:00 KR-FH (Meistaravellir)
19:15 Stjarnan-Grótta (Samsungvöllurinn)

laugardagur 15. ágúst
16:00 ÍA-Fylkir (Norðurálsvöllurinn)
16:00 Valur-KA (Origo völlurinn)

sunnudagur 16. ágúst
17:00 HK-Fjölnir (Kórinn)
19:15 Víkingur R.-Breiðablik (Víkingsvöllur)

mánudagur 17. ágúst
18:00 FH-Stjarnan (Kaplakrikavöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner