Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 13. ágúst 2022 11:40
Aksentije Milisic
Chelsea búið að ná samkomulagi við Fofana
Mynd: Getty Images

Chelsea er búið að ná samkomulagi við Wesley Fofana, varnarmann Leicester City, en þessu greinir Dail Mail frá rétt í þessu.


Chelsea hefur boðið 60 og 65 milljónir punda í þennan franska varnarmann en Leicester hafnaði báðum tilboðum og sagði að leikmaðurinn væri ekki til sölu.

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, viðurkenndi þó á dögunum að ef það er áhugi frá öðrum liðum þá yrði það klárlega skoðað af félaginu.

Leicester vill fá 80 milljónir punda fyrir þennan 21 árs gamla varnarmann en félagið vonast þó eftir því að halda honum innan sinna raða í eitt tímabil í viðbót.

Chelsea er nú að undirbúa nýtt tilboð í Fofana og er það farið að teljast líklegt að kaupin gangi í gegn fyrir gluggalok. Félagið er að leita að miðvörðum eftir að Antonio Rudiger og Andreas Christensen yfirgáfu Chelsea.

Varnarmennirnir Kalidou Koulibaly og Marc Cucurella eru komnir til liðsins og þá framlengdi fyrirliðinn Cesar Azpilicueta samning sinn við félagið á dögunum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner