Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. ágúst 2022 12:45
Aksentije Milisic
Lingard svarar gagnrýnisröddum: Algjört kjaftæði
Mynd: EPA

Jesse Lingard, leikmaður Nottingham Forest, hefur verið gagnrýndur töluvert eftir að hann valdi að ganga til liðs við nýliðana fyrir tímabilið.


Það kom mörgum á óvart þegar hann gekk í raðir Forest en hann kom þangað á frjálsri sölu frá Manchester United. Flestir bjuggust við því að hann myndi fara til West Ham en svo var ekki. David Moyes, stjóri West Ham, var hissa á ákvörðun Lingard.

Lingard er lang launahæsti leikmaður Forest en hann fær 120 þúsund pund í vikulaun en Jesse krotaði undir eins árs samning við félagið.

„Ég hefði geta farið til útlanda fyrir miklu meiri pening, pening sem myndi gjörbreyta lífi manns," sagði Lingard.

„Þessi gagnrýni er bull að mínu mati. Ég vil ekki lesa of mikið í hlutina, þetta var mín ákvörðun. Eigendurnir vildu virkilega fá mig og þetta félag er eins og fjölskylda. Hér fæ ég mikla ást."

Lingard stóð sig mjög vel hjá West Ham á láni síðari hluta tímabils 2020/2021 og flestir töldu að hann færi aftur þangað.

Gary Neville og Jamie Carragher hafa báðir gagnrýnt leikmanninn og sagt að hann hafi farið til Forest peninganna vegna. 

„Ég get höndlað gagnrýni, ég er vanur. Ég elska fótbolta en þegar ég hætti að spila þá vil ég strax byrja næsta kafla."

Lingard stofnaði fatalínu og þá hefur hann farið mikinn á Instagram og Tik Tok, eitthvað sem margir gagnrýna hann fyrir.


Athugasemdir
banner
banner