Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 13. ágúst 2022 15:05
Aksentije Milisic
Mourinho um titilbaráttu: Af hverju eigum við að vera þar en ekki Lazio?
Jose fagnar.
Jose fagnar.
Mynd: EPA
Dybala er mættur til Roma.
Dybala er mættur til Roma.
Mynd: EPA

Jose Mourinho, stjóri AS Roma, sat fyrir á blaðmannafundi í dag en Roma hefur leik í Serie A deildinni á morgun þegar það mætir Salernitana á útivelli.


Margir tala um það að Roma verði í baráttunni um titilinn en Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, sagði í gær að það væri verið að eyðileggja það sem Mourinho er að gera með félagið með því að tala um titilbaráttu.

Mourinho skilur ekki þessa umræða og fór hann að tala um hvað nágrannarnir í Lazio hafa eytt samanborið við Roma í félagsskiptaglugganum.

„Við fengum fimm leikmenn fyrir einungis 7 milljónir evra og þetta eru gæðaleikmenn. Það þýðir að við höfum gert vel," sagði Jose.

„Glugginn er ennþá opinn og ég vona að við náum í frekari styrkingu. Við höfum ekki eytt miklum pening. Við enduðum í sjötta sæti í fyrra og í ár munum við gera okkar besta. Hópurinn er sterkari en önnur lið eru líka sterkari, ég er hissa hvernig er talað um okkar lið samanborið við önnur."

„AC Milan og Inter enduðu 25 og 23 stigum fyrir ofan okkur á síðustu leiktíð. Hafa þessi lið bætt sinn hóp og af hverju erum við kandídatar í titilbaráttunni?"

„Það er mikið talað um mitt lið því við stóðum okkur vel gegn Tottenham og Shakthar. Það er ekki verið að tala um önnur lið. Lazio hefur eytt 39 milljónum evra. Á það lið ekki að berjast um titilinn?"

Serie A deildin hefst í kvöld og ljóst er að keppnin verður hörð og verður áhugavert að sjá hvernig deildin mun þróast í ár.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner