Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 13. ágúst 2022 20:03
Ívan Guðjón Baldursson
„Vissum að hápressan myndi virka"
Mynd: Getty Images

Ivan Toney átti tvær stoðsendingar í 4-0 sigri Brentford gegn Manchester United í dag.


Hann komst nálægt því að skora en inn vildi boltinn ekki. Það gerði þó ekkert til á frábærum degi fyrir Brentford sem hvorki stuðningsmenn né leikmenn munu gleyma í bráð.

„Við áttum þennan sigur fyllilega skilið. Þetta er ekki búið núna, við þurfum að skila svona frammistöðu aftur í næstu viku gegn Fulham," sagði Toney.

„Þetta var bara mikil vinnusemi og samvinna sem skóp sigurinn. Við vissum að hápressan myndi virka gegn þeim, hún skilaði sér. Við vorum að spila gegn sterkum andstæðingum með mikið af hæfileikaríkum leikmönnum innanborðs. Þegar maður sínir jafn mikla vinnusemi og við gerðum í dag þá er hægt að rúlla yfir sterka andstæðinga."

Mathias Jensen gerði annað mark Brentford í leiknum þegar hann boltann af Christian Eriksen í vítateig Man Utd eftir vanhugsaða sendingu frá David de Gea.

„Þeir áttu ekki séns í okkur, þeir áttu ekki roð í hápressuna, töpuðu einvígum og langflestum seinni boltum. Þetta var augljóslega erfitt fyrir þá. Við settum pressu á Christian Eriksen því við vissum að hann myndi reyna að stýra spilinu."


Athugasemdir
banner