Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
   mið 13. ágúst 2025 13:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tveir leikmenn Stjörnunnar klára ekki tímabilið með liðinu
Haukur Brink er fæddur 2005 og hefur komið við sögu í 13 leikjum í sumar.
Haukur Brink er fæddur 2005 og hefur komið við sögu í 13 leikjum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þeir Haukur Örn Brink og Jón Hrafn Barkarson, leikmenn Stjörnunnar, munu ekki klára tímabilið með liðinu því þeir eru á leið í háskólanám.

Jón Hrafn er á leið til Slóvakíu í læknanám og Haukur er farinn út til Bandaríkjanna. Báðir eru þeir uppaldir hjá Stjörnunni og spila sem kantmenn.

Stjarnan tilkynnti fyrr í dag um komu þriggja nýrra leikmanna, þar á meðal var kantmaður frá Síerra Leóne.
Athugasemdir