Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 13. september 2019 19:13
Ívan Guðjón Baldursson
Inkasso-kvenna: Grindavík fallið - FH í hættu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA og Fjölnir unnu gríðarlega mikilvæga leiki í dag og björguðu sér frá falli. Grindavík tapaði á heimavelli og fellur niður í 2. deildina ásamt botnliði ÍR.

Sigrún Eva Sigurðardóttir kom ÍA yfir gegn Aftureldingu eftir hornspyrnu snemma leiks.

Skagakonur komust nálægt því að tvöfalda forystuna í fyrri hálfleik en eftir leikhlé komust gestirnir úr Mosfellsbæ afar nálægt því að jafna, en inn vildi boltinn ekki.

Védís Agla Reynisdóttir innsiglaði sigurinn á 81. mínútu, skömmu eftir að liðsfélagar hennar björguðu á línu á hinum endanum.

ÍA 2 - 0 Afturelding
1-0 Sigrún Eva Sigurðardóttir ('5)
2-0 Védís Agla Reynisdóttir ('81)

Augnablik gerði jafntefli á útivelli gegn FH, sem gæti misst annað sæti deildarinnar til Tindastóls.

Leikurinn í Hafnarfirði var gríðarlega fjörugur og komust FH-ingar yfir snemma leiks. Rannveig Bjarnadóttir skoraði þá með gullfallegu skoti utan teigs.

Vigdís Lilja Kristjánsdóttir jafnaði fyrir Augnablik með skalla eftir hornspyrnu og staðan jöfn í hálfleik, 1-1.

Gestirnir tóku völd á leiknum í síðari hálfleik og verðskulduðu að komust yfir þegar Ásta Árnadóttir nýtti sér misheppnaða hreinsun FH-inga og skoraði verðskuldað mark.

FH vaknaði til lífsins við að lenda undir og náði Birta Georgsdóttir að jafna undir lokin eftir margar tilraunir. Sigurmarkið leit þó ekki dagsins ljós og er FH í öðru sæti, með tveimur stigum meira en Tindastóll.

FH heimsækir Aftureldingu í síðustu umferð og þar nægir Hafnfirðingum jafntefli til að komast upp í Pepsi Max-deild kvenna.

FH 2 - 2 Augnablik
1-0 Rannveig Bjarnadóttir ('7)
1-1 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('40)
1-2 Ásta Árnadóttir ('78)
2-2 Birta Georgsdóttir ('90)

Inkasso-meistarar 2019 eru Þróttarar sem töpuðu óvænt fyrir Fjölni í dag. Fjölnisstúlkur björguðu sér þar með frá falli.

Það tókst Grindvíkingum ekki og tapaði liðið 0-2 fyrir Haukum á eigin heimavelli. Þetta var sjötti sigur Hauka í röð og er liðið þremur stigum frá nágrönnum sínum í öðru sæti. Það er ekki nóg til að eiga möguleika á að komast upp um deild.

Að lokum tapaði botnlið ÍR fyrir Tindastóli. Tindastóll er búinn að vinna fimm leiki í röð og getur náð öðru sætinu af FH ef Hafnfirðingar tapa í síðustu umferð tímabilsins.

Fjölnir 3 - 1 Þróttur R.
1-0
2-0
2-1
3-1

Grindavík 0 - 2 Haukar
0-1
0-2

ÍR 0 - 4 Tindastóll
0-1
0-2
0-3
0-4

Það getur tekið tíma fyrir stöðutöfluna að uppfæra sig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner