Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 13. september 2020 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bandaríkin: Gummi Tóta lék allan leikinn í sigri
Gummi á leiki að baki fyrir Selfoss, ÍBV, Sarpsborg, Nordsjælland, Rosenborg og Norrköping. Hann er 28 ára og hefur spilað fimm A-landsleiki fyrir Ísland.
Gummi á leiki að baki fyrir Selfoss, ÍBV, Sarpsborg, Nordsjælland, Rosenborg og Norrköping. Hann er 28 ára og hefur spilað fimm A-landsleiki fyrir Ísland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
New York City 2 - 1 FC Cincinnati
1-0 Alexander Ring ('39)
2-0 Anton Tinnerholm ('55)
2-1 Brandon Vazquez ('74)

Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn sem vinstri bakvörður er New York City FC lagði FC Cincinnati að velli í bandarísku MLS deildinni í nótt.

New York stjórnaði fyrri hálfleiknum algjörlega og voru heimamenn óheppnir að vera aðeins einu marki yfir í leikhlé. Alexander Ring, fyrrum leikmaður Kaiserslautern, skoraði það.

Gestirnir tóku völdin eftir leikhlé en Anton Tinnerholm, fyrrum leikmaður Malmö, náði að skora gegn gangi leiksins á 55. mínútu.

Gestirnir juku sóknarþungann og minnkaði Brandon Vazquez muninn þegar tuttugu mínútur voru eftir en jöfnunarmarkið leit ekki dagsins ljós.

Þetta var fjórði sigur New York í fimm síðustu leikjum og í fyrsta sinn sem Gummi Tóta fær að spila heilan keppnisleik fyrir félagið.

New York er í fimmta sæti austurhluta MLS deildarinnar, með 16 stig eftir 11 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner