Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 13. september 2021 18:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Stjörnunnar og FH: Þrír fæddir 2004 byrja
Eggert Aron byrjar
Eggert Aron byrjar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan og FH mætast í lokaleik 20. umferðar Pepsi Max-deildar karla klukkan 19:15. Leikið er á Samsung vellinum, heimavelli Stjörnunnar.

Stjarnan vann 1-2 útisigur gegn Val í síðustu umferð þar sem FH-ingar Björn Berg Bryde og Einar Karl Ingvarsson sáu um markaskorurina. FH tapaði 1-2 á móti Víkingi í síðustu umferð en frammistaða FH var mjög góð í þeim leik.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu!!!

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, gerir þrjár breytingar frá síðasta leik. Eyjólfur Héðinsson og Heiðar Ægisson eru ekki með Stjörnunni í dag og Magnus Anbo fer á bekkinn. Inn koma Adolf Daði Birgisson, Eggert Aron Guðmundsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson.

Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, gerir eina breytingu frá leiknum gegn Víkingi. Oliver Heiðarsson kemur inn í liðið fyrir Morten Beck.

Alls byrja þrír leikmenn fæddir árið 2004 leikinn. Það eru þeir Eggert og Adolf hjá Stjörnunni og svo Logi Hrafn hjá FH. Þrír leikmenn fæddir árið 2005 eru bekknum og einn leikmaður fæddur árið 2004.

Byrjunarlið Stjönunnar:
1. Haraldur Björnsson (m)
4. Óli Valur Ómarsson
7. Einar Karl Ingvarsson
10. Hilmar Árni Halldórsson (f)
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
21. Elís Rafn Björnsson
22. Emil Atlason
24. Björn Berg Bryde
29. Adolf Daði Birgisson
30. Eggert Aron Guðmundsson

Byrjunarlið FH:
1. Gunnar Nielsen
2. Hörður Ingi Gunnarsson
4. Pétur Viðarsson
6. Eggert Gunnþór Jónsson
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
11. Jónatan Ingi Jónsson
16. Guðmundur Kristjánsson
17. Baldur Logi Guðlaugsson
18. Ólafur Guðmundsson
22. Oliver Heiðarsson
34. Logi Hrafn Róbertsson

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu!!!
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner