Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 13. september 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Wrexham verður í FIFA 22 - „Hvað í andskotanum er Rest of World?"
Ryan Reynolds
Ryan Reynolds
Mynd: Chelsea
Hollywood-eigendurnir, Ryan Reynolds og Rob McElhenney, tilkynntu í gær að Wrexham verður í FIFA 22 sem kemur út síðar í þessum mánuði.

Wrexham spilar í utandeildinni á Englandi og verður því fyrsta liðið sem er ekki í fimm efstu deildunum.

Reynolds og McElhenney gerðu sérstakan samning við framleiðanda FIFA, EA Sports, um að hafa Wrexham í leiknum og birtu þeir svo myndband til að tilkynna stuðningsmönnum.

Ef spilari ætlar að velja Wrexham þá þarf hann að fara í flokk sem nefnist Rest Of World (Restin af heiminum) og er þar hægt að velja liðið en eigendurnir voru í einhverju basli með að skilja það.

„Fyrsta heila tímabil okkar sem eigendur Wrexham er byrjað en þrátt fyrir það vita margir ekki hvar Wales er staðsett. Margir halda að Wales sé á Englandi en það er víst ekki þannig."

„Það er á svæði sem nefnist restin af heiminum sem er mjög mikilvægt landsvæði þekkt fyrir samansafn af mjög ólíkri og mismunandi menningu, loftslagi og knattspyrnufélögum."

„Ef þú ert að íhuga að heimsækja restina af heiminum, skoðaðu það þá að heimsækja Wrexham,"
sögðu þeir félagarnir áður en Reynolds muldraði. „Hvað í andskotanum er restin af heiminum?"


Athugasemdir
banner
banner
banner