Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 13. september 2022 19:40
Aksentije Milisic
Forseti Salernitana býður Juventus að endurspila leikinn
Mynd: EPA

Leikur Juventus og Salernitana hefur verið mikið í umræðunni en VAR dómgæslan gerði þá skelfileg mistök og lét dæma af löglegt mark Juventus seint í uppbótartímanum.


Arek Milik skoraði sigurmark Juventus í leiknum en VAR dæmdi Leonardo Bonucci rangstæðan og taldi hann hafa áhrif á leikinn. VAR missti hins vegar alveg af Antonio Candreva, leikmanni Salernitana, sem var neðst í mynd og spilaði alla réttstæða.

Danilo Lervolino, forseti Salernitana, hefur boðið Juventus að endurspila leikinn eftir alla þessa vitleysu.

„Ef Juventus vill spila leikinn aftur, þá væri það ekkert mál fyrir okkur,” sagði Danilo við Radio Kiss Kiss.

Forráðarmenn frá Serie A reyndu fyrst að halda því fram að VAR hefði tekið með staðsetningu Candreva þegar markið var dæmt af.

Daginn eftir var það leiðrétt og viðurkennt að myndirnar sem VAR fékk beint eftir markið hefðu misst af Candreva sem var nálægt hornfánanum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner