PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   fös 13. september 2024 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Postecoglu: Bentancur gerði stór mistök
Mynd: Getty Images

Rodrigo Bentancur, leikmaður Tottenham, gæti átt yfir höfði sér allt að tólf leikja bann fyrir ummæli í garð Heung-min Son, fyrirliða Tottenham.


Úrúgvæskur sjónvarpsmaður bað um Tottenham treyju frá honum og þá svaraði hann:

„Viltu treyjuna frá Sonny? Hún gæti líka verið frá frænda hans þar sem þeir líta allir eins út."

Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, greindi frá því á fréttamannafundi að Bentancur og Son hafi rætt málin og eru sáttir.

„Við vissum að deildin myndi skoða þetta. Við þurfum að leyfa þeim að vinna sína vinnu. Rodrigo er meðvitaður um afleiðingarnar, við sjáum til."

„Sonny og Rodri ræddu málinu. Báðir skilja og virða stöðu hvors annars. Rodri hefur beðist afsökunnar á því sem hann sagði og Sonny hefur samþykkt hana og að liðsfélagi og einstaklingur sem hann er náinn hafi gert mistök."

„Sem manneskjur reynum við alltaf að gera það rétta en það gerist ekki alltaf. Þetta snýst ekki um refsingu. Þetta er tækifæri til að skilja og læra. Ef við viljum samfélag sem er skilingsríkt og umburðarlynt verðum við að sýna einhverjum það sem hefur gert mistök. Hann gerði stór mistök en við verðum að gefa honum tækifæri til að bæta fyrir það," sagði Postecoglou að lokum."


Athugasemdir
banner
banner