Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
   lau 13. september 2025 17:21
Gunnar Bjartur Huginsson
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Lengjudeildin
Fannar Daði Malmquist Gíslason var að vonum í skýjunum með árangur Þórs.
Fannar Daði Malmquist Gíslason var að vonum í skýjunum með árangur Þórs.
Mynd: Ármann Hinrik/Akureyri.net

Þór tryggði sér sæti í Bestu deild karla í dag eftir hreinan úrslitaleik gegn Þrótti. Þór hefur ekki leikið í deildinni síðan 2014 og var því mikill léttir fyrir bæði leikmenn og stuðningsmenn að tryggja sæti aftur meðal þeirra bestu.

Það er mjög erfitt að lýsa þessu. Þetta er bara geðveik tilfinning. Við vorum búnir að vinna að í seinni umferðinni, búnir að leggja mikið á okkur og ekki bara fyrir okkur, heldur fyrir alla sem eru hérna í stúkunni. Þetta er bara geðveik tilfinning," sagði Fannar Daði Malmquist Gíslason, leikmaður Þórs. 


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  2 Þór

Taugarnar voru eðlilega aðeins þandar fyrir leik en þetta var úrslitaleikur um að komast upp í Bestu deild karla.

Það var alveg smá stress. Við vorum samt búnir að fara yfir þetta á fundum eins og þetta væri bara annar leikur, þú veist gamla góða klisjan. Þannig að það var kannski smá stress af því að þetta var aðeins öðruvísi leikur en við komum klárir í hann."

Fannar Daði hefur glímt mikið við erfið meiðsli og var ekki endanlega við því búist, að hann myndi leika með liðinu á þessu tímabili. 

Ég fór í aðgerð í byrjun árs og það var ekkert planið að spila á þessu tímabili en þú veist ég er bara búinn að taka frekar mikið af sénsum og gera kannski hluti sem ég á ekki að gera og bara það að fá að spila og fiska víti í síðasta leik gerir helling fyrir mig."

Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner
banner