Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 13. október 2019 10:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klose: Lewandowski 10 sinnum betri en ég
Fyrrum þýski landsliðsmaðurinn Miroslav Klose segir að Robert Lewandowski, framherji Bayern München, sé 10 sinnum betri en hann var nokkru sinni.

Klose fæddist í Póllandi, en lék fyrir þýska landsliðið og skoraði 71 mark í 137 landsleikjum. Hann er markahæsti leikmaðurinn í sögu lokakeppni HM.

Hann skoraði þá 121 mark í þýsku úrvalsdeildinni með Kaiserslautern, Werder Bremen og Bayern.

Lewandowski hefur skorað 213 í 297 úrvalsdeildarleikjum í Þýskalandi, með Bayern og Dortmund. Hann er fjórða sæti yfir markahæstu leikmennn allra tíma í deildinni og Klose er mikill aðdáandi að því virðist vera.

„Robert Lewandowski spilar svolítið eins og ég gerði, en hann er 10 sinnum betri," sagði Klose við Bild.

„Hann er sóknarmaður með allan pakkann, hann notar báða fætur, er sterkur í loftinu og góður skotmaður."
Athugasemdir
banner
banner