Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 13. október 2019 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Munnlegt samkomulag við Mandzukic í höfn?
Mario Mandzukic er búinn að ná munnlegu samkomulagi við Manchester United. Þetta segir breska götublaðið The Express.

Í greininni kemur einnig fram að Manchester United þurfi að greiða Juventus 10 milljónir punda fyrir Mandzukic.

Sóknarleikurinn hefur verið vandamál hjá Ole Gunnar Solskjær og hans mönnum. Sagan segir að Solskjær horfi til hins 33 ára gamla Mandzukic fyrir janúargluggann.

Juventus vill losa sig við Mandzukic sem er ekki í plönum Maurizio Sarri, þjálfara Ítalíumeistarana.

Sjá einnig:
Berbatov vill sjá Mandzukic í Man Utd
Athugasemdir