Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 13. október 2021 16:17
Elvar Geir Magnússon
David Brooks greindur með eitilfrumukrabbamein
David Brooks.
David Brooks.
Mynd: Getty Images
David Brooks, leikmaður Bournemouth, hefur greinst með Hodgkins eitilfrumukrabbamein á öðru stigi.

Í tilkynningu frá Bournemouth segir að batahorfurnar séu góðar hjá þessum 24 ára leikmanni.

Brooks var í landsliðsverkefni með Wales og fór svo í læknisskoðun þar sem staðfest va að hann væri með meinið.

Brooks segir að hann muni hefja meðferð í næstu viku, þó að greiningin hafi verið áfall fyrir sig og fjölskylduna séu batahorfur góðar og hann sé sannfærður um að ná sér að fullu og snúa aftur út á völlinn eins fljótt og hægt er.

„Ég vil þakka öllum hjá fótboltasambandi Wales því ef ekki hefði verið fyrir færni læknateymisins hefði meinið jafnvel ekki fundist," segir Brooks.

„Ég veit að þetta vekur athygli fjölmiðla en ég vil biðja fólk um að virða einkalíf mitt. Ég mun láta vita af framþróun mála á næstu mánuðum þegar ég hef tök á því."


Athugasemdir
banner
banner