banner
   mið 13. október 2021 15:30
Elvar Geir Magnússon
Koeman enn í starfi vegna Cruyff
Koeman og Jordi Cruyff.
Koeman og Jordi Cruyff.
Mynd: Getty Images
Fjölmiðlar segja að ástæðan fyrir því að Hollendingurinn Ronald Koeman er enn í starfi hjá Barcelona sé sú að landi hans, Jordi Cruyff, hafi beðið forsetann Joan Laporta um að gefa honum meiri tíma.

Johan Cruyff, faðir Jordi og Barcelona goðsögn, var nánasti ráðgjafi Laporta þegar hann tók fyrst við sem forseti 2003.

Þegar Laporta tók aftur við forsetaembættinu í mars þá fékk hann Jordi til sín.

Eftir 3-0 tap gegn Benfica síðasta miðvikudag septembermánaðar var talið að dagar Koeman í starfi væru taldir.

Roberto Martínez, þjálfari Belgíu, og Xavi eru meðal manna sem orðaðir hafa verið við þjálfarastarfið.

Katalónska sjónvarpsstöðin TV3 segir að Cruyff hafi hinsvegar beðið Laporta um að gefa Koeman meiri tíma. Stuðningur Cruyff einn og sér mun þó ekki halda Koeman í starfi.

Það eru mikilvægir heimaleikir framundan gegn Valencia, Dynamo Kiev og Real Madrid á einni viku. Með því að vinna alla þá yrði staða Barcelona skyndilega orðin allt önnur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner