Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 13. október 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Líst vel á að spila í miðverði - „Davíð og Hemmi duglegir að segja mér til"
Valgeir með boltann í leiknum gegn Portúgal
Valgeir með boltann í leiknum gegn Portúgal
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Lunddal Friðriksson, leikmaður U21 árs landsliðsins, spilaði í miðverði í 1-0 tapinu gegn sterku liði Portúgals í undankeppni Evrópumótsins í gær en honum líst vel á að spila í stöðunni.

Valgeir er hægri bakvörður að upplagi og spilaði þá stöðu með Fjölni, Val og nú Häcken en hann lék í miðverði í gær.

Hann viðurkennir að honum hafi verið heint í djúpu laugina í þessum leik en hafði gaman af því að spila í stöðunni.

„Mér finnst það gaman. Mér var hent smá í djúpu laugina en Davíð og Hemmi eru búnir að vera duglegir að segja mér til hvað ég get gert betur og mér líst vel á þetta eins og þetta er," sagði Valgeir við Fótbolta.net í gær.

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðsins, var ánægður með hans frammistöðu og segir þetta góða viðbót við hans feril.

„Hann er búinn að spila þrjá leiki og hvernig við viljum að þessi leikstaða sé sérstaklega spiluð þá fittar Valgeir þvílíkt inn og gæti verið smá viðbót við hans feril," sagði Davíð eftir leikinn.
Valgeir svekktur: Finnst það mjög skrítið ef ég segi alveg eins og er
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner