Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 13. október 2021 18:47
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeild kvenna: PSG valtaði yfir Kharkiv
Jordyn Huitema skoraði þrennu fyrir PSG
Jordyn Huitema skoraði þrennu fyrir PSG
Mynd: Getty Images
Tabea Wassmuth fagnar marki ásamt leikmönnum Wolfsburg í kvöld
Tabea Wassmuth fagnar marki ásamt leikmönnum Wolfsburg í kvöld
Mynd: Getty Images
Paris Saint-Germain er komið með sex stig af sex mögulegum eftir 5-0 sigur á úkraínska liðinu Kharkiv í B-riðli Meistaradeildar kvenna í kvöld.

Jordyn Huitema gerði sér lítið fyrir og gerði þrennu á sautján mínútum í fyrri hálfleik. Fyrsta markið kom á 25. mínútu og sjö mínútum síðar bætti hún við öðru marki. Hún fullkomnaði síðan þrennu sína undir lok fyrri hálfleiks.

Paulina Dudek gerði fjórða markið á 59. mínútu áður en varamaðurinn Lea Khelifi fullkomnaði leik PSG með fimmta markinu undir lok leiks.

PSG á toppnum í B-riðli með 6 stig af 6 mögulegum. Wolfsburg vann svissneska liðið Servette Chenois með sömu markatölu.

Svenja Huth kom Wolfsburg yfir á 18. mínútu og þá gerði Tabea Wassmuth tvö mörk áður en hálfleikurinn var úti. Dominique Janssen og Joelle Smits bættu við tveimur áður en flautað var til leiksloka.

Wolfsburg er á toppnum í A-riðli með 4 stig eftir fyrstu tvo leikina en Servette er án stiga.

Úrslit og markaskorarar:

A-riðill:

Wolfsburg 5 - 0 Servette Chenois
1-0 Svenja Huth ('18 )
2-0 Tabea Wassmuth ('26 )
3-0 Tabea Wassmuth ('43 )
4-0 Dominique Janssen ('51 )
5-0 Joelle Smits ('68 )

B-riðill:

Paris Saint-Germain 5 - 0 Kharkiv
1-0 Jordyn Huitema ('25 )
2-0 Jordyn Huitema ('32 )
3-0 Jordyn Huitema ('42 )
4-0 Paulina Dudek ('59 )
5-0 Lea Khelifi ('88 )
Athugasemdir
banner
banner
banner