Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. október 2021 12:30
Elvar Geir Magnússon
Senegal og Marokkó komin í umspil um HM sæti
Sadio Mane, leikmaður Senegal.
Sadio Mane, leikmaður Senegal.
Mynd: EPA
Marokkó og Senegal urðu í gær fyrstu Afríkuþjóðirnar til að tryggja sér sæti í umspili fyrir HM í Katar. Tvær umferðir eru eftir af riðlakeppni undankeppninnar í Afríku.

Tveggja leikja einvígi í mars munu svo skera úr um það hvaða fimm Afríkulönd taka þátt í Katar.

Marokkó og Senegal geta farið róleg inn í landsleikjagluggann í nóvember en þá ræðst hvaða átta önnur lönd slást í hópinn fyrir umspilið.

Egyptaland er á barmi þess að tryggja sér sæti en liðið vann Libíu í tveimur leikjum í liðnum glugga. Mohamed Salah og félagar þurfa þrjú stig úr síðustu tveimur leikjunum, gegn Angóla og Gabon, til að vera öruggir með sæti í umspilinu.

Libía á enn möguleika en þá þarf liðið að vinna sömu andstæðinga og Egyptaland og treysta á að Egyptar vinni ekki í síðustu tveimur leikjunum.

Túnis er þremur stigum á undan Miðbaugs-Gíneu í B-riðli en í flestum öðrum riðlum er allt hnífjafnt. Alsír er á toppi A-riðils með sama stigafjölda en betri markatölu en Búrkína Fasó og Fílabeinsströndin er einu stigi á undan Kamerún í D-riðli.

Í G-riðli er Suður-Afríka einu stigi á undan Gana og í C-riðli er Nígería tveimur stigum á undan Grænhöfðaeyjum. Í E-riðli er Malí tveimur stigum á undan Úganda en liðin eiga eftir að mætast innyrðis. Þrjú lið eru í baráttu um toppsæti I-riðils. Tansanía og Benín eru með tveimur stigum meira en Kongó.
Athugasemdir
banner
banner
banner