Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
   mán 13. október 2025 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Fengið upplýsingar um hann hjá samherjum hans og þjálfara"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: KA
KA krækti í Jakob Héðinn Róbertsson frá grönnunum í Völsungi í síðustu viku. Jakob er fæddur árið 2005, hann átti mjög gott tímabil í Lengjudeildinni þar sem Völsungur kom öllum að óvörum og hélt sæti sínu í deildinni - og það nokkuð örugglega.

Bárðdælingurinn gerir samning við KA sem gildir út tímabilið 2028. Hann skoraði tíu mörk á sínu fyrsta tímabili í næstefstu deild og er nú kominn í efstu deild.

Fótbolti.net ræddi við Húsvíkinginn Hallgrím Jónasson, þjálfara KA, um nýjasta leikmann liðsins.

„Hann er með mikinn hraða og hlaupagetu. Hann átti gott tímabil með Völsungi, ógnaði mikið og skoraði tíu mörk í Lengjudeildinni," segir Haddi. Það er sterk tenging milli Völsungs og KA, margir leikmenn farið þar á milli.

„Við höfum fylgst vel með honum og fengið upplýsingar um hann hjá samherjum hans og þjálfara."

„Ég hlakka til að vinna með honum og hjálpa honum að aðlagast hærra leveli."

„Hann mun vonandi koma með flottar frammistöður strax á næsta tímabili og skora mörk fyrir okkur,"
segir þjálfarinn.

Jakob Héðinn hefur þrátt fyrir ungan aldur þegar spilað 130 KSÍ leiki og hefur í þeim skorað 29 mörk. Hann var í tvígang valinn í lið umferðarinnar í Lengjudeildinni í sumar og var valinn besti maður umferðarinnar eftir þrennu í sigri gegn Selfossi í 14. umferðinni.
Athugasemdir
banner
banner