Björgvin Brimi Andrésson gekk í síðustu viku í raðir Víkings frá Gróttu. Hann átti gott tímabil með Gróttu, kantmaðurinn var valinn efnilegasti leikmaður 2. deilar og hjálpaði liðinu að komast aftur upp í Lengjudeildina.
Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni greindi frá því á X að Víkingur þurfti ekki að borga krónu til Gróttu til að fá Björgvin í sínar raðir. Þetta hefur Fótbolti.net fengið staðfest.
Rætt var við Magnús Örn Helgason sem er yfirmaður fótboltamála hjá Gróttu.
Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni greindi frá því á X að Víkingur þurfti ekki að borga krónu til Gróttu til að fá Björgvin í sínar raðir. Þetta hefur Fótbolti.net fengið staðfest.
Rætt var við Magnús Örn Helgason sem er yfirmaður fótboltamála hjá Gróttu.
Björgvin gekk aftur í raðir Gróttu í vor eftir dvöl hjá nágrönnunum í KR. Hann skrifaði undir tveggja ára samning með riftunarmöguleika í haust þar sem hugmyndin var sú að hann gæti flust erlendis. Þannig hugsuðu Gróttumenn allavega og sáu ekki fyrir sér að Björgvin myndi færa sig um set innanlands með því að nýta þetta ákvæði.
Grótta hafði hafnað tilboði frá Víkingi fyrr í haust en þá var ekki búið að virkja riftunarákvæðið.
„Það var riftunarákvæði í samningnum. Björgvin Brimi kom til okkar í febrúar og þá var planið að hann myndi flytja út eftir tímabilið með fjölskyldu sinni. Það er augljóslega ekki staðan núna en þetta var þeirra réttur engu að síður," segir Magnús.
Eftir að Grótta komst upp úr 2. deild sáu menn fyrir sér að Björgvin tæki eitt tímabil með liðinu í Lengjudeildinni og myndi springa þar út eins og Kjartan Kári Halldórsson gerði 2022 og var seldur beint til Haugesund eftir frábært tímabil í Lengjudeildinni.
„Það eru blendnar tilfinningar að sjá á eftir honum. Við hefðum viljað hafa Bjögga hjá okkur eitt tímabil í viðbót en nú þurfum við að finna öflugan mann í hans stað fyrir næsta sumar. En á sama tíma gleðjumst við yfir því að enn einn Gróttuleikmaðurinn fari upp í úrvalsdeild eða í atvinnumennsku eftir gott tímabil á Vivaldivellinum."
Er eftirsjá að hafa ekki samþykkt tilboð Víkings fyrr í haust?
„Nei. Tilboðið var lágt svo það var ákveðið að einblína frekar á að endurnýja samninginn með það fyrir augum að Björgvin myndi spila með Gróttu í 9-12 mánuði í viðbót og fara svo fyrir margfalt hærri upphæð. Við ákváðum að standa með þeim árangri sem félagið hefur náð síðustu ár í þróun leikmanna - þó við séum svekkt með niðurstöðuna þá erum við bein í baki og horfum fram veginn," segir Magnús.
Grótta mun fá einhverjar samstöðu og uppeldisbætur ef Björgvin verður seldur erlendis á næstu árum. Hann er fæddur árið 2008 og var hjá Gróttu í yngri flokkunum. Árið 2021 fór hann í KR og sneri aftur á Nesið fjórum árum seinna. Eldri bróðir hans, Benoný Breki, er leikmaður Stockport á Englandi.
Víkingur R. borgaði 0 isk fyrir Björgvin Brima. Flott kaup ef þú spyrð mig.#HeimavinnaHöfðingjans
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) October 11, 2025
16.09.2025 16:00
Höfnuðu tilboði Víkings í Björgvin Brima - „Erum alveg opin fyrir samtali síðar í haust"
09.10.2025 11:56
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
09.10.2025 16:00
Fór frá KR í vetur og nú kominn til meistaranna: Sá ekki fram á mikil tækifæri hjá KR
Athugasemdir