Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 13. nóvember 2019 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Chong heldur öllum möguleikum opnum
Tahith Chong gæti farið til Juventus næsta sumar
Tahith Chong gæti farið til Juventus næsta sumar
Mynd: Getty Images
Tahith Chong, leikmaður Manchester United á Englandi, er búinn að fá samningstilboð frá félaginu en segist halda öllum möguleikum opnum.

Þessi 19 ára gamli Hollendingur þykir eitt mest spennandi efni United en hann hefur verið að fá tækifæri með aðalliðinu á þessari leiktíð.

Samningur hans við félagið rennur út næsta sumar en hann er búinn að fá samningstilboð frá United.

Eins og hefur komið fram í ítölskum fjölmiðlum þá á Chong að hafa hafnað samningstilboðinu en Juventus fylgist náið með framvindu mála.

„United er búið að gera mér tilboð en tímabilið er í fullum gangi núna. Það er of snemmt að segja til um framtíðina en ég er enn leikmaður Manchester United. Ég er að leggja mig fram þar og einbeita mér að því en samningamálin koma í ljós fyrr eða síðar," sagði Chong.

„Ég held öllum möguleikum opnum en það er mikilvægt að einbeita sér að tímabilinu sem er í gangi," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner