Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 13. nóvember 2022 12:45
Aksentije Milisic
Stuðningsmenn Roma biðu eftir Karsdorp fyrir utan heimili hans
Karsdorp.
Karsdorp.
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Stuðningsmenn AS Roma mættu fyrir utan heimili Rick Karsdorp, leikmanni liðsins, og létu hann heyra það en leikmaðurinn hefur verið á milli tannanna á fólki í Róm að undanförnu.


Jose Mourinho, þjálfari Roma, lét Rick gjörsamlega heyra það í viðtali eftir síðasti leik Roma sem endaði með 1-1 jafntefli gegn Sassuolo. Mourinho nefndi þó leikmanninn aldrei á nafn.

„Það var lið sem vildi vinna gegn erfiðum andstæðingi og mér þykir það leitt að framlag liðsins hafi verið svikið af einum ófagmannlegum leikmanni þess,“ sagði Mourinho eftir leikinn á mánudaginn.

„Þetta er ófaglegt viðhorf sem er ekki sanngjarnt fyrir liðsfélaga hans og er ég vonsvikinn með hann. Stig á útivelli er ekki neikvæð úrslit og ég er í heildina ánægður með viðhorf hópsins.“ 

Stuðningsmenn Roma eru þekktir fyrir að kalla ekki allt ömmu sína og mættu þeir fyrir utan heimilið hans tvær nætur í röð og hraunuðu yfir hann.

Umboðsmaður Karsdorp hefur beðið Roma og Mourinho um útskýringar á ummælum hans en talað er um að Juventus hafi áhuga á þessum hollenska bakverði.

Karsdorp byrjaði illa hjá Roma en hann náði að vinna stuðingsmennina á sitt band með góðri frammistöðu á síðustu leiktíð. Nú eru þeir aftur komnir á móti honum.

Leikmaðurinn er ekki í hópnum sem mætir Torino núna klukkan 14 en hann var sendur í frí.


Athugasemdir
banner
banner