Cristiano Ronaldo, Mohamed Salah, William Saliba, Ten Hag, Lisandro Martinez, Victor Osimhen og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.
   mið 13. nóvember 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Næsti Xabi Alonso" leggur skóna á hilluna
Marc Cucalon hér með Toni Kroos.
Marc Cucalon hér með Toni Kroos.
Mynd: Instagram - Skjáskot
Marc Cucalon, ungur leikmaður Real Madrid, hefur neyðst til að leggja skóna á hilluna. Hann er aðeins 19 ára gamall en hann hefur ákveðið að setja heilsu sína í fyrsta sæti.

Í 6-0 sigri gegn Celtic í Evrópukeppni unglingaliða þann 6. september 2022, þá sleit Cucalon krossband. Hann fór í kjölfarið í aðgerð.

Eftir aðgerðina fékk hann sjaldgæfa sýkingu í hnéð og hefur ekki getað spilað fótbolta síðan. Hann sér nú ekki fram á að spila fótbolta aftur.

„Ég veit ekki hvernig ég á að byrja þetta," segir Cucalon í færslu á Instagram.

Cucalon hefur verið í akademíu Real Madrid frá því hann var ellefu ára gamall og þótti mjög efnilegur. Honum hefur verið líkt við Xabi Alonso, sem gerði garðinn frægann á miðsvæðinu hjá Madrídarstórveldinu á árum áður.

Hann var fyrirliði U19 liðs Real í síðasta leiknum sem hann spilaði á ferlinum.
Athugasemdir
banner
banner