Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 13. desember 2019 15:00
Magnús Már Einarsson
Ake frá í sex vikur - Búinn að spila síðasta leik með Bournemouth?
Ake fer í tæklingu.
Ake fer í tæklingu.
Mynd: Getty Images
Nathan Ake, varnarmaður Bournemouth, mun missa af jólatörninni í ensku úrvalsdeildinni en hann verður frá næstu sex vikurnar vegna meiðsla aftan í læri.

Ake meiddist í 3-0 tapinu gegn Liverpool um síðustu helgi og verður ekki klár aftur fyrr en í lok janúar.

Möguleiki er á að Ake hafi leikið sinn síðasta leik með Bournemouth en hann er á óskalista Chelsea og Manchester City.

Ake var áður hjá Chelsea og orðrómur er um að félagið geti keypt hann aftur á 40 milljónir punda samkvæmt klásúlu í samningi hans.
Athugasemdir
banner
banner
banner