Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
banner
   fös 13. desember 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland um helgina - Spennandi toppbarátta
Fimmtánda umferð þýska deildartímabilsins fer fram um helgina og mun sú sextánda vera spiluð í miðri næstu viku. Það er því nóg um að vera framundan í Þýskalandi.

Veislan hefst í dag þegar Hoffenheim tekur á móti Augsburg. Alfreð Finnbogason er að glíma við axlarmeiðsli og verður því ekki með.

Á morgun á Bayern München heimaleik gegn Werder Bremen. Þetta er skyldusigur fyrir Bæjara sem eru búnir að tapa tveimur leikjum í röð og eru í sjöunda sæti, sjö stigum eftir toppliði Borussia Mönchengladbach.

Borussia Dortmund er í þriðja sæti og heimsækir Mainz á meðan Bayer Leverkusen kíkir til botnliðs Kölnar. RB Leipzig er í öðru sæti og getur tekið toppsætið af Gladbach með sigri í síðasta leik dagsins, sem er á útivelli gegn fallbaráttuliði Fortuna Düsseldorf.

Síðustu leikir helgarinnar fara fram á sunnudaginn. Hann byrjar á spennandi viðureign í Wolfsburg þar sem heimamenn taka á móti Gladbach.

Schalke mætir svo Eintracht Frankfurt í síðasta leik helgarinnar. Schalke er í fjórða sæti en Frankfurt hefur gengið illa að undanförnu og er um miðja deild.

Föstudagur:
19:30 Hoffenheim - Augsburg

Laugardagur:
14:30 FC Bayern - Werder Bremen
14:30 Mainz - Dortmund
14:30 Köln - Leverkusen
14:30 Paderborn - Union Berlin
14:30 Hertha Berlin - Freiburg
17:30 Dusseldorf - RB Leipzig

Sunnudagur:
14:30 Wolfsburg - Gladbach
17:00 Schalke - Frankfurt
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 14 12 2 0 51 11 +40 38
2 RB Leipzig 14 9 2 3 29 16 +13 29
3 Dortmund 14 8 5 1 24 12 +12 29
4 Leverkusen 14 8 2 4 30 19 +11 26
5 Hoffenheim 14 8 2 4 29 20 +9 26
6 Stuttgart 14 8 1 5 25 22 +3 25
7 Eintracht Frankfurt 14 7 3 4 29 29 0 24
8 Union Berlin 14 5 3 6 19 23 -4 18
9 Freiburg 14 4 5 5 21 23 -2 17
10 Köln 14 4 4 6 22 23 -1 16
11 Gladbach 14 4 4 6 18 22 -4 16
12 Werder 14 4 4 6 18 28 -10 16
13 Wolfsburg 14 4 3 7 20 24 -4 15
14 Hamburger 14 4 3 7 15 24 -9 15
15 Augsburg 14 4 1 9 17 28 -11 13
16 St. Pauli 14 3 2 9 13 26 -13 11
17 Heidenheim 14 3 2 9 13 30 -17 11
18 Mainz 14 1 4 9 13 26 -13 7
Athugasemdir
banner