Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   þri 13. desember 2022 22:31
Brynjar Ingi Erluson
Suarez sendir Messi kveðju: Verður aldrei þreyttur á að sýna öllum að þú sért sá besti
Úrúgvæski framherjinn Luis Suarez segir það óumdeilanlegt að Lionel Messi sé besti leikmaður heims en hann sendi honum kveðju á Instagram eftir 3-0 sigur Argentínu á Króatíu.

Suarez og Messi eru perluvinir og hafa verið það síðan þeir spiluðu saman hjá Barcelona.

Messi er nú kominn í úrslitaleik heimsmeistaramótsins og það í annað sinn á ferlinum.

Þetta er eini titillinn sem vantar í safnið hjá Messi en hann fær tækifæri til að gera það að veruleika á sunnudaginn gegn Frakklandi eða Marokkó.

„Þú verður aldrei þreyttur á að sýna öllum að þú sért sá besti í heiminum. Leyfum öllum að standa upp og klappa fyrir öllu sem þessi drengur gefur fótboltanum,“ sagði Suarez á Instagram.


Athugasemdir
banner