
Úrúgvæski framherjinn Luis Suarez segir það óumdeilanlegt að Lionel Messi sé besti leikmaður heims en hann sendi honum kveðju á Instagram eftir 3-0 sigur Argentínu á Króatíu.
Suarez og Messi eru perluvinir og hafa verið það síðan þeir spiluðu saman hjá Barcelona.
Messi er nú kominn í úrslitaleik heimsmeistaramótsins og það í annað sinn á ferlinum.
Þetta er eini titillinn sem vantar í safnið hjá Messi en hann fær tækifæri til að gera það að veruleika á sunnudaginn gegn Frakklandi eða Marokkó.
„Þú verður aldrei þreyttur á að sýna öllum að þú sért sá besti í heiminum. Leyfum öllum að standa upp og klappa fyrir öllu sem þessi drengur gefur fótboltanum,“ sagði Suarez á Instagram.
Luis Suarez praised Messi after Argentina advanced to the World Cup final ???? pic.twitter.com/0bJXTUuNvf
— ESPN FC (@ESPNFC) December 13, 2022
Athugasemdir