Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. janúar 2021 08:30
Elvar Geir Magnússon
Alaba ekki til Liverpool - Nice vill Lingard
Powerade
David Alaba.
David Alaba.
Mynd: Getty Images
Lingard til Frakklands?
Lingard til Frakklands?
Mynd: Getty Images
Bruce er enn með stuðning.
Bruce er enn með stuðning.
Mynd: Getty Images
Er Nuno á förum frá Wolves?
Er Nuno á förum frá Wolves?
Mynd: Getty Images
Alaba, Lingard, Bruce, Nuno, Rose, Özil, Balogun og fleiri í slúðurpakka dagsins. Sjáum hvað ensku götublöðin eru að bjóða upp á þennan fimmtudaginn.

David Alaba (28) mun ekki ganga í raðir Liverpool. Englandsmeistararnir hafa fundað með umboðsmönnum austurríska varnarmannsins en ætla ekki að gera tilboð. Samningur Alaba við Bayern München er að renna út og hann er með háar launakröfur. (Independent)



Sóknarmaðurinn Folarin Balogun (19) er á förum frá Arsenal en hann hefur náð samkomulagi við RB Leipzig í Þýskalandi. (Football Insider)

Umboðsmenn Jesse Lingard (28), leikmanns Manchester United, hafa verið í viðræðum við franska félagið Nice um mögulegan lánssamning. Búist er við því að lánstilboð komi frá Nice í næstu viku. (Sky Sports)

Solskjær vill halda Lingard í leikmannahópi sínum út tímabilið. (Telegraph)

Vængmaðurinn Jack Clarke (20) fer á lán frá Tottenham til Stoke í Championship-deildinni. Clarke kom til Spurs frá Leeds 2019. (Football London)

Steve Bruce, stjóri Newcastle, nýtur enn stuðnings eiganda félagsins, Mike Ashley, þrátt fyrir að margir stuðningsmenn Newcastle kalli eftir stjóraskiptum eftir tapið gegn Sheffield United í miðri viku. (Sky Sports)

Jorge Mendes umboðsmaður Nuno Espirito Santos stjóra Wolves er að leita að nýju úrvalsdeildarfélagi fyrir Portúgalann. Nuno skrifaði undir nýjan samning á Molineux í september. (Sun)

Tottenham Hotspur gæti rift samningi við Danny Rose (30) en West Bromwich Albion hefur áhuga á enska vinstri bakverðinum. (Talksport)

Mesut Özil (32) er tilbúinn að missa af ákveðinni upphæð til að komast frá Arsenal í þessum mánuði. (The Athletic)

Liverpool hyggst gera tilboð í varnarmanninn Ben White (23) hjá Brighton í sumar. (Liverpool Echo)

Spænski varnarmaðurinn Eric Garcia (20) hjá Manchester City hefur náð munnlegu samkomulagi við Barcelona en það er enn töluvert í land svo kaupin geti gengið í gegn. (Goal)

Jose Mourinho útilokar það að Harry Winks (24) muni yfirgefa Tottenham í þessum mánuði. (Football London)

Jonjoe Kenny (23), varnarmaður Everton, gæti fært sig um set í þessum janúarglugga en Burnley hefur áhuga á Englendingnum. (Liverpool Echo)

AC Milan hefur rætt við umboðsmann Mario Mandzukic (34) en þessi fyrrum sóknarmaður Juventus er fáanlegur á frjálsri sölu. (Football Italia)

Skosku stórveldin Celtic og Rangers vilja bæði fá nígeríska framherjann Taiwo Awoniyi (23) sem er á láni hjá Union Berlin í Þýskalandi. (90 min)

Jack Wilshere (29), fyrrum miðjumaður Arsenal og West Ham, hefur heillað Jason Tindall, stjóra Bournemouth, og gæti fengið suttan samning hjá Championship félaginu. (Mail)

Framtíð Cengiz Under (23) hjá Leicester er í óvissu en félagið ætlar að skoða stöðu tyrkneksa landsliðsmannsins eftir tímabilið. (Leicester Mercury)

Derby County gæti þurft að selja írska miðjumannin Jason Knight (19) og enska U19 landsliðsmiðjumanninn Louie Sibley (19) til að fá inn pening til að borga upp launaskuldir. (Sun)

Middlesbrough hefur kallað Stephen Walker (20) til baka frá MK Dons og ætlar að lána sóknarmanninn annað. (Hartlepool Mail)

Sunderland hefur áhuga á enska varnarmanninum Alex Cochrane (20) hjá Brighton en hann er á láni hjá Union St Gilloise í belgísku B-deildinni. (The Argus)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner