Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. janúar 2021 22:19
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalski bikarinn: Atalanta vann - Sassuolo úr leik
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það fóru tveir leikir fram í 16-liða úrslitum ítalska bikarsins í dag þar sem Sassuolo byrjaði á heimavelli gegn Spal.

Sassuolo reyndist spútnik lið fyrri hluta tímabilsins í efstu deild á Ítalíu en Spal kom á óvart í dag og hafði betur.

Sassuolo stjórnaði fyrri hálfleik og var staðan markalaus í leikhlé en Filip Djuricic byrjaði síðari hálfleikinn á að næla sér í beint rautt spjald.

Skellur fyrir Sassuolo og nýttu gestirnir frá Spal sér liðsmuninn og skoruðu tvö mörk á næstu tíu mínútum. Sassuolo komst ekki til baka og er dottið úr leik í bikarnum.

Spal tekur á móti Juventus í 8-liða úrslitunum sem fara fram eftir tvær vikur.

Sassuolo 0 - 2 Spal
0-1 Simone Missiroli ('49)
0-2 Lorenzo Dickman ('58)
Rautt spjald: Filip Djuricic, Sassuolo ('47)

Um kvöldið átti Atalanta svo heimaleik gegn Cagliari og úr varð hörkuskemmtun þar sem heimamenn buðu upp á glimrandi skemmtilegan sóknarbolta.

Atalanta stjórnaði ganga mála allan leikinn og kom Aleksey Miranchuk heimamönnum yfir skömmu fyrir leikhlé. Eftir leikhlé jafnaði Riccardo Sottil metin fyrir Cagliari en heimamenn skiptu þá bara um gír.

Luis Muriel og Bosko Sutalo skoruðu sitthvort markið og staðan orðin 3-1 fyrir Atalanta sem skipti lykilmönnum útaf og sigldi sigrinum í höfn.

Atalanta mætir annað hvort Lazio eða Parma í 8-liða úrslitum.

Atalanta 3 - 1 Cagliari
1-0 Aleksey Miranchuk ('43)
1-1 Riccardo Sottil ('55)
2-1 Luis Muriel ('61)
3-1 Bosko Sutalo ('64)
Athugasemdir
banner
banner
banner