Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 14. janúar 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Magni Fannberg verðlaunaður í Svíþjóð
Magni Fannberg Magnússon
Magni Fannberg Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magni Fannberg Magnússon, þróunarstjóri hjá sænska félaginu AIK, er stjórnandi ársins í Svíjþóð en hann hlaut verðlaunin fyrir metnaðarfullt starf í þjálfun og þróunarmálum hjá yngri flokkum félagsins.

Magni hefur starfað hjá AIK frá 2019 eða síðan hann kom frá norska félaginu Brann þar sem hann gegndi svipuðu hlutverki.

Áður hefur hann starfað fyrir Brommapojkarna, bæði sem þjálfari og hjá sérstrakri framhaldsskólaakamedíu félagsins þar sem hann yfirmaður hans var fyrrum þjálfari Zlatans Ibrahimovic í unglingaliði Malmö.

Hann hefur unnið afar metnaðarfullt starf fyrir AIK síðustu tvö ár og komið akademíunni á hærri stall á alþjóðlegum vettvangi.

„Magni er dugnaðarmikill, nákvæmur og hollur í þróun á einstaklingum sem hefur haft mikil áhrif á leikmenn AIK og þróun þeirra á leiðtogahæfileikum. Ég er ánægður fyrir hans hönd og að það sé tekið eftir honum og hlakka ég til að þróa félagið áfram með honum," sagði Johannes Wiklund, yfirmaður akademíunnar hjá AIK.

Magni var ánægður með þessa viðurkenningu sem segir þetta staðfestingu á þeim góðu hlutum sem félagið hefur gert undanfarið. Hann tók við U19 ára liðinu er það var í 9. sæti deildarinnar og kom því í 4. sætið og tryggði þannig þátttöku liðsins í efstu deild.

„Eins hvetjandi og þessi verðlaun eru þá sé ég þetta sem verðlaun fyrir starf sem við höfum unnið saman hjá félaginu og eitthvað sem ég fæ hrós fyrir. Við lítum á þetta sem staðfestingu á öllu viðskiptamódelinu."

„Ég, Niklas Velander og Johannes Wiklund höfum þróað þjálfaraprógramið saman með leiðtogum og þjálfurum innan félagsins. Þetta hefði aldrei verið svona beitt ef ekki hefði verið fyrir þeirra þátttöku í þessu. Í haust þá tók allt félagið þátt í að breyta aðstæðum og þeim slæmu úrslitum hjá U19-ára liðinu þar sem ég kom inn og síðar Nils Heingård,"
sagði Magni á heimasíðu AIK.
Athugasemdir
banner
banner
banner