Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
   þri 14. janúar 2025 18:02
Ívan Guðjón Baldursson
Malen kominn til Aston Villa (Staðfest)
Mynd: Aston Villa
Aston Villa er búið að ganga frá kaupum á Donyell Malen frá Borussia Dortmund.

Villa er talið borga Dortmund í kringum 26 milljónir evra til að kaupa Malen, sem er 25 ára gamall kantmaður.

Malen mun berjast við leikmenn á borð við Leon Bailey, Emiliano Buendía og Morgan Rogers um sæti í sterku byrjunarliði undir stjórn Unai Emery.

Aston Villa er í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, aðeins fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner