32-liða úrslit bikarsins spiluð fyrir fyrstu umferðina
KSÍ hefur birt drög að niðurröðun leikja fyrir Bestu deild karla og kvenna. Áætlaðir leikdagar í Mjólkurbikarnum hafa einnig verið gefnir út.
32-liða úrslit Mjólkurbikars karla verða spiluð fyrir fyrstu umferð Bestu deildarinnar og úrslitaleikurinn verður spilaður 11. september. Úrslitaleikur kvenna fer fram 25. júlí.
Besta deild karla hefst föstudaginn 10. apríl með leik ríkjandi Íslandsmeistara Víkings og Breiðabliks sem varð meistari 2024 og deildinni lýkur laugardaginn 24. október. Gert er ráð fyrir hléi á deildinni vegna landsleikja í byrjun júní. 22. umferðin, lokaumferð fyrir skiptingu, er sett á 6. september. Það er svo gert ráð fyrir að tæplega þriggja vikna hlé milli 24. umferðar og 25. umferðar.
Besta deild kvenna hefst föstudaginn 24. apríl með leik Breiðabliks og Þróttar R. og lýkur laugardaginn 3. október. Gert er ráð fyrir að 18. umferðin, síðasta umferð fyrir skiptingu, verði spiluð 29. ágúst. Eins og hjá körlunum er gert ráð fyrir tveggja vikna hléi á deildinni í byrjun júní.
32-liða úrslit Mjólkurbikars karla verða spiluð fyrir fyrstu umferð Bestu deildarinnar og úrslitaleikurinn verður spilaður 11. september. Úrslitaleikur kvenna fer fram 25. júlí.
Besta deild karla hefst föstudaginn 10. apríl með leik ríkjandi Íslandsmeistara Víkings og Breiðabliks sem varð meistari 2024 og deildinni lýkur laugardaginn 24. október. Gert er ráð fyrir hléi á deildinni vegna landsleikja í byrjun júní. 22. umferðin, lokaumferð fyrir skiptingu, er sett á 6. september. Það er svo gert ráð fyrir að tæplega þriggja vikna hlé milli 24. umferðar og 25. umferðar.
Besta deild kvenna hefst föstudaginn 24. apríl með leik Breiðabliks og Þróttar R. og lýkur laugardaginn 3. október. Gert er ráð fyrir að 18. umferðin, síðasta umferð fyrir skiptingu, verði spiluð 29. ágúst. Eins og hjá körlunum er gert ráð fyrir tveggja vikna hléi á deildinni í byrjun júní.
Fyrsta umferð karla
10. apríl 19:15 Víkingur R. - Breiðablik (Víkingsvöllur)
12. apríl 17:00 KR - Keflavík (Meistaravellir)
12. apríl 17:00 Valur - Þór (N1-völlurinn Hlíðarenda)
12. apríl 17:00 ÍBV - FH (Hásteinsvöllur)
12. apríl 17:00 KA - Stjarnan (Greifavöllurinn)
12. apríl 19:30 Fram - ÍA (Lambhagavöllurinn)
Drögin í Bestu deild karla í heild
Fyrsta umferð kvenna
24. apríl 19:15 Breiðablik-Þróttur R. (Kópavogsvöllur)
24. apríl 19:15 Víkingur R - Stjarnan (Víkingsvöllur)
25. apríl 16:00 Fram - ÍBV (Lambhagavöllurinn)
25. apríl 16:00 Valur - Grindavík/Njarðvík (N1-völlurinn Hlíðarenda)
25. apríl 16:00 Þór/KA - FH (Þórsvöllur)
Drögin í Bestu deild kvenna í heild
Mjólkurbikar karla - leikdagar:
32-liða úrslit: 4.-7. apríl
16-liða úrslit: 13.-14. maí
8-liða úrslit: 7.-12. júní
Undanúrslit: 24.-25. júní
Úrslitaleikur: 11. september
Mjólkurbikar kvenna - leikdagar:
16-liða úrslit: 15.-16. maí
8-liða úrslit: 18.-19. júní
Undanúrslit: 4.-5. júlí
Úrslitaleikur: 25. júlí
Athugasemdir




