Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
   mið 14. janúar 2026 15:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Annar bandarískur leikmaður á Suðurnesin (Staðfest) - „Frábær varnarmaður"
Kvenaboltinn
Mynd: Gri/Nja
Nýliðar Grindavíkur/Njarðvík halda áfram að þétta raðirnar fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni. Í dag var kynntur nýr leikmaður, bandarískur miðvörður.

Hannah McLaughlin útskrifaðist frá Vanderbilt háskólanum í fyrra.

Grindavík/Njarðvík endaði í 2. sæti Lengjudeildarinnar síðasta sumar og verður því í Bestu deildinni á komandi tímabili. Miðað við drög að niðurröðun sem birt var í dag mætir liðið Val á útivelli í 1. umferð deildarinnar þann 25. apríl.

Bandaríski markvörðurinn Lauren Kellett samdi við félagið fyrr í þessum mánuði og landsliðskonan Natasha Anasi skrifaði undir í byrjun nóvember.

Úr tilkynningunni
Hannah lék með Vanderbilt í fjögur ár í hinni sterku SEC deild í bandaríska háskólaboltanum en liðið vann deildina í fyrra þar sem hún var einn af fyrirliðum liðsins.

Þetta er hennar fyrsta skref í atvinnumennsku og við hlökkum til að fylgjast með henni í sumar.

Gylfi Tryggvason þjálfari liðsins hafði þetta að segja um Hannah: „Hannah er frábær varnarmaður með góðan leikskilning og staðsetningar og virkilega fær með boltann. Hún er mikill leiðtogi og frábær karakter sem mun reynast okkur vel í sumar.“

Knattspyrnudeildir Grindavíkur og Njarðvíkur bjóða Lauren innilega velkomna í liðið og hlakkar til að sjá hana í Bestu deildinni með liðinu í sumar!
Athugasemdir
banner