Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
   mið 14. janúar 2026 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
María Gros keypt til Djurgården (Staðfest)
Kvenaboltinn
Verður númer tíu hjá Djurgården.
Verður númer tíu hjá Djurgården.
Mynd: Djurgården
Mynd: Djurgården
María Catharina Ólafsdóttir Gros hefur verið keypt til sænska félagsins Djurgården en hún kemur til félagsins frá Linköping. Linköping féll úr sænsku úrvalsdeildinni en María átti gott tímabil og var valin nýliði ársins hjá félaginu. Hún skoraði sjö mörk og lagði upp þrjú í 26 leikjum. Djurgården endaði í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Hún er fjölhæfur sóknarmaður sem getur einnig spilað sem hægri bakvörður. Hún skrifar undir þriggja ára samning við Djurgården. Hjá nýja félaginu hittir hún fyrir Willie Kirk sem þjálfaði hana hjá Linköping.

„Mér líður ótrúlega vel og ég er mjög spennt. Djurgården er eitt stærsta félagið í Svíþjóð með langa sögu og það eru stór markmið sem við viljum ná. Ég trúi því virkilega að ég geti hjálpað liðinu að ná þessum markmiðum, en þetta er góður staður fyrir mig til að vaxa sem knattspyrnukona," segir María sem hafði aðrar kosti en var örugg með val sitt þar sem hennar markmið voru í takti við þau sem Djurgården er með.

Hún segir að það hafi verið bónus að Kirk hafi tekið við hjá Djurgården.

„Hann er einn besti þjálfari sem ég hef haft, svo það er mjög spennandi að halda áfram að vinna með honum. Mér fannst ég þroskast mikið á þeim sex mánuðum sem ég var með hann í Linköping," segir María sem hittir einnig fyrir Söru Eriksson en þær spiluðu saman hjá Linköping.

María á íslenskan föður og sænska móður. Hún er uppalin hjá Þór/KA, fædd árið 2003 og lék sína fyrstu leiki með Þór/KA árið 2018. Hún hefur einnig spilað með Celtic og Fortuna Sittard á sínum ferli. Hún á að baki 37 leiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur í þeim skorað þrjú mörk. Þar af eru átta leikir með U23 landsliðinu. Hún var valin í A-landsliðshópinn í fyrsta sinn í hóp.
Athugasemdir
banner
banner