Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 14. febrúar 2020 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England um helgina - Mikið undir á mánudagskvöld
Eins og síðasta helgi þá er þessi helgi frekar róleg í ensku úrvalsdeildinni út af vetrarfríi hjá sumum félögum. Þau félög sem áttu vetrarfrí um síðustu helgi snúa aftur þessa helgina.

Helgin í ensku úrvalsdeildinni byrjar í kvöld með leik Wolves og Leicester í Wolverhampton. Leicester er í þriðja sæti og Wolves að reyna að berjast um Evrópusæti.

Tveir leikir eru á morgun. Jóhann Berg Guðmundsson er enn frá vegna meiðsla og spilar ekki með Burnley gegn Southampton í hádeginu. Klukkan 17:30 mætir topplið Liverpool svo botnliði Norwich.

Tottenham á útileik gegn Aston Villa og Arsenal á heimaleik gegn Newcastle á sunnudag, en á mánudagskvöld er stórleikur helgarinnar.

Chelsea tekur þá á móti Manchester United á Stamford Bridge. Chelsea er í fjórða sæti með sex stigum meira en United. Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær þurfa hreinlega að vinna þennan leik ætli þeir sér að komast í Meistaradeildina

föstudagur 14. febrúar
20:00 Wolves - Leicester (Síminn Sport)

laugardagur 15. febrúar
12:30 Southampton - Burnley (Síminn Sport)
17:30 Norwich - Liverpool (Síminn Sport)

sunnudagur 16. febrúar
14:00 Aston Villa - Tottenham (Síminn Sport)
16:30 Arsenal - Newcastle (Síminn Sport)

mánudagur 17. febrúar
20:00 Chelsea - Man Utd (Síminn Sport)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner