Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   fös 14. febrúar 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Valverde spenntari fyrir Ástralíu en Englandi
Ernesto Valverde, fyrrum þjálfari Barcelona, segist frekar vilja taka við liði í áströlsku úrvalsdeildinni heldur en ensku úrvalsdeildinni.

Valverde vann spænsku úrvalsdeildina tvisvar með Barcelona en hann var rekinn frá félaginu í síðasta mánuði.

„Fólk spyr mgi stundum: 'Hvað með ensku úrvalsdeildina' Þá segi ég: 'Ég myndi reyndar vilja fara til Ástralíu," sagði Valverde á fyrirlestri í Bilbao.

„Ferill þinn í fótboltanum endist ekki endalaust og stundum þarftu að hoppa á tækifærið til að búa á skrýtnum stöðum."
Athugasemdir